Brakkasamtökin
Tilgangur Brakkasamtakanna er að standa vörð um hagsmuni BRCA arfbera, efla fræðslu og rannsóknir á BRCA og veita BRCA arfberum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega fræðslu og stuðning.
Að vera arfberi
Breytingar í BRCA genum erfast óháð kyni. Sá eða sú sem ber meinvaldandi breytingu í BRCA geni gefur hana áfram í 50% tilfella til afkvæma. Breytingin getur verið áberandi í fjölskyldum sem hafa sögu um brjósta- eða eggjastokkakrabbamein
Hvað er BRCA?
BRCA stökkbreytingin er erfðagalli sem eykur áhættu á að fá brjósta- eða eggjastokkakrabbamein hjá konum, sem og krabbamein í blöðruhálskirtli og brjóstum hjá körlum. Í BRCA2 er einnig aukin áhætta á húðkrabbameini og í sumum fjölskyldum eru dæmi um briskrabbamein.
Erfðir og áhætta
Á hverju ári greinast um 230 konur með brjóstakrabbamein á Íslandi. Af þeim má búast við að 5-10% séu með einhverja meinvaldandi breytingu í efðaefni - þar af um 4% með BRCA2 breytingu.
Iðunnarbrunnur
Brakkasamtökin hafa stofnað styrktarsjóð sem er aðallega hugsaður til að koma til móts við gistikostnað kvenna af landsbyggðinni vegna áhættuminnkandi aðgerða og þurfa oft að dveljast lengi að heiman.
Styrkja samtökin
Ekki væri hægt að reka Brakkasamtökin án frjálsra framlaga frá almenningi. Við erum stolt af okkar starfi og þeim árangri sem við höfum náð varðandi veitu upplýsinga, þekkingar og aðstoðar til Brakkagreindra einstaklinga.
Þitt framlag gerir okkur kleift að gera enn betur.