Brakkasamtökin

Tilgangur Brakkasamtakanna er að standa vörð um hagsmuni BRCA arfbera, efla fræðslu og rannsóknir á BRCA og veita BRCA arfberum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega fræðslu og stuðning.

Óskað er eftir þátttöku í rannsókninni

Áhrif BRCA2 999del5 stökkbreytingarinnar á ónæmissvar arfbera
Rannsóknin snýr að því að kanna hvort BRCA2 999del5 stökkbreytingin hafi áhrif á ónæmissvar þeirra einstaklinga sem bera hana. Með því að bera ónæmissvar BRCA2 999del5 arfbera saman við almennan samanburðarhóp er möguleiki á að sýna fram á vísbendingar þess að auknar líkur á krabbameinsmyndun þessara einstaklinga stafi að hluta til af veikara ónæmissvari gegn illkynja frumuvexti. Óskað er eftir þátttöku arfbera stökkbreytingarinnar og heilbrigðs viðmiðunarhóps.

Að vera arfberi

Arfberar BRCA eru af báðum kynjum. Ef foreldrar bera genabreytinguna eru um helmings líkur á að börn þeirra beri breytinguna áfram. 

Tengslanet

Að vera arfberi þýðir einfaldlega örlítið aukin hætta á frumubreytingum. Í kjölfar greiningar er ómetanlegt að hafa aðgang að tengslaneti fólks sem hefur þekkinguna sem okkur skortir.

Hvað er BRCA?

BRCA stökkbreytingin er erfðagalli sem eykur áhættu á að fá brjóstakrabbamein eða eggjastokkakrabbamein hjá konum, sem og krabbameini í brjóstum og blöðruhálskirtli hjá körlum.

Erfðir og áhætta

Á hverju ári greinast um 230 konur með brjóstakrabbamein á Íslandi. Af þeim má búast við að 5-10% séu með einhverja meinvaldandi breytingu í efðaefni - þar af um 4% með BRCA2 breytingu.

Styrkja samtökin

Ekki væri hægt að reka Brakkasamtökin án frjálsra framlaga frá almenningi. Við erum stolt af okkar starfi og þeim árangri sem við höfum náð varðandi veitu upplýsinga, þekkingar og aðstoðar til Brakkagreindra einstaklinga.

Þitt framlag gerir okkur kleift að gera enn betur.
Leit