Að vera arfberi

Aukið eftirlit og eftirfylgni

Að greinast með BRCA stökkbreytinguna gefur þér tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun varðandi þær áskoranir sem fylgja því að vera arfberi. Eftir samtal og ráðgjöf hjá erfðaráðgjafa hefur þú möguleika á einstaklingsmiðuðu eftirliti út frá þinni greiningu og fjölskyldusögu. Þetta veitir mörgum öryggi. Þú færð einnig ráðleggingar um hvernig hægt er að miðla upplýsingunum til fjölskyldunnar. 

Með reglulegu eftirliti og skimunum eru arfberar líklegri til að greinast snemma ef upp kemur krabbamein. Með vitneskjunni öðlumst við val(d) til að bregðast við og gera það sem við getum til að minnka líkur okkar á að greinast. Val um áhættuminnkandi aðgerðir er stór og persónuleg ákvörðun. Við mælum með að arfberar kynni sér málin vel hjá fagaðilum og með jafningjastuðningi. 

Brakkasamtökin eru stuðnings- og upplýsinganet fyrir arfbera og fjölskyldur þeirra. Samtökin veita aðgang að fólki og upplýsingum sem geta skipt höfuðmáli þegar kemur að eftirliti, greiningu, meðferð og eftirfylgni. Kynnið ykkur endilega starfsemi samtakanna hér í gegnum heimasíðuna og á samfélagsmiðlunum. 
Leit