Vátrygginga- og veikindaréttur

Vátryggingar
Margir hafa áhyggjur af því hvaða áhrif það muni hafa á líf- og sjúkdómatryggingar að greinast sem BRCA arfberar.

Stutta svarið er að það hefur ekki áhrif á líf- og sjúkdómatryggingar að greinast með BRCA-genagalla. Vátryggingafélögum er hreinlega óheimilt skv. lögum að taka við eða hagnýta sér á nokkurn hátt upplýsingar sem fengnar eru með erfðaprófum, hvort sem þær eru viðskiptavinum í hag eða óhag.

Að því sögðu hafa félögin ákveðna heimild til að stilla upp þeim tryggingum sem þeir bjóða á meðan það stenst lög og reglugerðir.

Aftur á móti spyrja tryggingafélögin oftast hvort nánustu ættingjar (foreldrar eða systkini) hafa fengið krabbamein. Þær upplýsingar geta haft áhrif á það hvort tryggingin sé samþykkt eða hún veitt á hækkuðu iðgjaldi og/eða með takmörkunum.

Einhver tryggingafélög taka tillit til fyrirbyggjandi aðgerða. Þannig gæti t.d. einstaklingur með sterka fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein fengið tryggingu án takmarkana og hækkunar iðgjalds.

Veikindaréttur‍
Vinnuveitandi - Veikindaréttur
Flestir hafa veikindarétt. Veikindaréttur felst í því að með vinnu ávinnur launafólk sér rétt til launa í veikindum. Veikindaréttur er mjög misjafn á milli ráðningasamninga, einfaldast er að hafa samband við næsta yfirmann og fá að vita hver réttur viðkomandi er. Annars má yfirleitt nálgast upplýsingar um réttindi í lögum, kjarasamningi eða ráðningasamningi.

Sjúkratryggingar Íslands - Sjúkradagpeningar
Ef viðkomandi fær ekki launagreiðslur, atvinnuleysisbætur eða lífeyri og er óvinnufær í yfir 21 dag þá á hann rétt frá 15 veikindadegi til sjúkradagpeninga (Viðkomandi þarf að vera sjúkratryggður á Íslandi). Námsmenn 16 ára og eldri sem lagt hafa niður nám vegna veikinda eiga einnig rétt á þessu úrræði.

Fullir dagpeningar ná ekki framfærsluviðmiðum. Því er mikilvægt fyrir einstaklinga að kanna rétt sinn til greiðslna frá stéttarfélögum eða félagsþjónustu sveitarfélaganna samhliða.‍

Stéttarfélög - Sjúkradagpeningar
Flest stéttarfélög eru með einhverskonar sjúkrasjóði sem hægt er að sækja um í.

Í flestum þeirra er hægt að fá greitt samhliða sjúkradagpeningum frá Sjúkratryggingum Íslands. Það er misjafnt á milli stéttarfélaga hvernig þessu er háttað, en hjá flestum taka þeir við eftir að réttur til launa klárast.‍

Stéttarfélög - Dagpeningar vegna veikindi maka
Mörg stéttarfélg eru með rétt til dagpeninga vegna veikinda maka. Þá þarf maki að leita í sitt stéttarfélag til að fá greitt.‍

Félagsleg aðstoð sveitarfélaga
Framfærsla sveitarfélagana er lögboðin og kemur hún sem seinasta úrræði einstaklings til að fá lágmarks framfærslu.
Leit