Reynslusögur
Undirbúningur fyrir brjóstnám
Brjóstnám er mjög stór aðgerð og nauðsynlegt að vera búin að undirbúa sig vel andlega og líkamlega fyrir aðgerðina.
Margrét Lilja þurfti að fara í 6 aðgerðir einu ári í sínu brjóstnámsferli og var því komin með smá rútínu hvernig hún undirbjó sig heima og hvað hún tók með sér á aðgerðardaginn. Hér lýsir Margrét Lilja sinni reynslu varðandi undirbúning.
Margrét Lilja þurfti að fara í 6 aðgerðir einu ári í sínu brjóstnámsferli og var því komin með smá rútínu hvernig hún undirbjó sig heima og hvað hún tók með sér á aðgerðardaginn. Hér lýsir Margrét Lilja sinni reynslu varðandi undirbúning.
Anna Margrét Bjarnadóttir
Anna Margrét Bjarnadóttir er kennslu- og menningarfræðingur að mennt. Hún hefur sinnt sjálfboða- og ritstörfum frá Washington D.C. svæðinu í Bandaríkjunum, þar sem hún hefur búið síðastliðin 7 ár.
Áður en hún flutti til Bandaríkjanna starfaði hún sem dönskukennari og hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum/Háskóla Íslands. Hún bjó sex ár í Danmörku og er með tvær mastersgráður frá Aarhus Universitet.
Jóhanna Lilja Eiríksdóttir
Ég er formaður Brakkasamtakana og bý í Vestmannaeyjum en fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði. Ég er gift og er 3 barna móðir.
Þegar Íslensk erfðagreining opnaði fyrir að fólk gæti sótt um að fá að vita hvort það bæri stökkbreytt BRCA2, hina svokölluðu landnámsbreytu, sótti ég um að fá að vita það, eins og svo margir aðrir.
Hrefna Eyþórsdóttir
Ég er fædd 1984 og kem af stórri BRCA ætt þar sem búið er að rekja BRCA genið okkar aftur til 16. aldar.
Ættartréð mitt eru 3 stórar fjölskyldur sem sameinast. Ef ættartréð mitt er skoðað í 3 gráðu eru 23 sem hafa greinst með BRCA2. Reiknilíkan hjá erfðaráðgjöfinni gefur upp að í minni fjölskyldu eru 70% líkur á að fá brjóstakrabbamein.
Ættartréð mitt eru 3 stórar fjölskyldur sem sameinast. Ef ættartréð mitt er skoðað í 3 gráðu eru 23 sem hafa greinst með BRCA2. Reiknilíkan hjá erfðaráðgjöfinni gefur upp að í minni fjölskyldu eru 70% líkur á að fá brjóstakrabbamein.
Harpa Dís Hákonardóttir
Það er krabbameinssaga í ættinni minni en mamma mín lést 60 ára úr sjúkdómnum.
Árið 2018 komst ég að því að ég bæri breytingu í BRCA1 geni. Þá var ég 25 ára og byrjaði strax í eftirliti.
Árið 2021 fundust forstigsbreytingar í öðru brjóstinu hjá mér og það var tekið í kjölfarið.
Katrín Agnes Ellertsdóttir
Ég heiti Katrín Agnes Ellertsdóttir og er fædd árið 2001. Ég er úr Mosfellsbæ en bý á Akureyri núna og er að læra afbrotafræði í HA.
Þar sem ég er bara 22 ára er BRCA sagan mín ekkert rosalega löng. Ég var 11 ára þegar mamma fór í brjóstnám og þar sem samskipti hafa alltaf verið í forgangi í minni fjölskyldu vissi ég frá ungum aldri að það væri möguleiki á að ég væri BRCA2 arfberi.