Harpa Dís Hákonardóttir

Harpa Dís Hákonardóttir

Það er krabbameinssaga í ættinni minni en mamma mín lést 60 ára úr sjúkdómnum.

Árið 2018 komst ég að því að ég bæri breytingu í BRCA1 geni. Þá var ég 25 ára og byrjaði strax í eftirliti. 

Árið 2021 fundust forstigsbreytingar í öðru brjóstinu hjá mér og það var tekið í kjölfarið. Ég valdi að bíða með að láta taka hitt brjóstið til að hafa möguleika á brjóstagjöf og er því áfram í eftirliti þeim megin. 

Það er eftirlitinu að þakka hvað forstigsbreytingarnar fundust fljótt og að ég skyldi sleppa við frekari meðferð eins og lyfjagjöf og geisla.

Í samstarfi við Rás 1 gerði ég heimildaþáttinn Lífið með Brakka þar sem finna má viðtöl við fræðimenn og reynslusögur arfbera. Ég hef setið í stjórn Brakkasamtakanna frá árinu 2022.

Leit